15.6.04

Mér líður eitthvað svo lasið. Hugsarinn er að angra mig. Hann er að hlaupa ítrekað á hauskúpuna svo að ég meiði mig í honum. Ég held að hann sé kominn með nóg að því að vera neyddur til þess að hugsa bara um leiðinlega hluti eins og líkamsrækt og mataræði. Nú þegar við Palli erum að skoða það að fara að stunda jóga varð honum greinilega bara nóg boðið. Uppreisn. My brain is revolting (hahah. Orðagrín)
Mér er líka ullt í bumbunni. Ég veit ekki hvað afsökun hún hefur. Samúðaruppreisn eða eitthvað. Hún skal samt fá að þjást á eftir fyrir ósvífnina! MAGAÆFINGAR!! Muahahahahw

Engin ummæli: