14.6.04

Lotion lady
Stundum, án þess að það sé einhver sérstök ástæða fyrir því, opnast augu manns fyrir því hvað hann er orðinn.
Ég átti slíkt augnablik í morgun.
Nýlega byrjaði ég að bera á andlit mitt krem, kvölds og morgna. Ég hef aldrei verið mikið að spá í þessum hlutum, en einhvern tímann um daginn fékk ég hrukkufóbíu. Ég komst allt í einu að þeirri niðurstöðu að ég yrði að beita einhverjum varúðarráðstöfunum á meðan ég væri ennþá ung, til þess að koma í veg fyrir krumpuhúð seinna á lífsleiðinni. Það er víst erfiðara mál að losna við kvikyndin þegar þær eru á annað borð komnar.

Í morgun, stóð ég fyrir framan spegilinn í Veggsporti satans (enn bitur út í sunnudagslokunina) og setti á mig L’Oreal “á milli 20-30 ára kremið”. Þegar ég var búin að því, setti ég á mig handáburð, því að hendurnar mínar eiga það til að verða þurrar eftir workout. Í gær áður en ég fór að sofa, bar ég bodylotion á leggina á mér. Allt þetta þaut í gegnum huga minn á örskotsstundu. Í hræðslukasti, henti ég frá mér handáburðinum og öskraði.

Ég hef alltaf litið niður á krema-konurnar í sundi og í ræktinni. Svona tjéllíngar sem labba um naktar í hálftíma, því þær eru svo mikið að smyrja á sig allskonar kremum og veseni. Stundum get ég ekki einu sinni horft upp þegar ég veit af þeim. Sérstaklega ef þær eru alltof feitar og eru alsberar að nudda á sér allan líkamann upp úr einhverju drasli, svo að það kemur öldugangur.

Ég strengi þess hér með dýran eið (guðjónsen. Hahah) að verða ALDREI kremakona. Núna veit ég að þessu mögulega vandamáli, svo ég mun passa mig virkilega vel á því að þetta gangi ekki lengra.

Engin ummæli: