1.6.04


Kl. 15 maturinn minn; Myoplex diet með vanillu bragði. Trausta vatnsflaskan mín er með á myndinni.

Ég átti poweraid flösku með vígalegum stút, en pixies tónleikafólkið meinaði henni inngöngu og hentu í ruslið *sniff* Ég held að eftir Robbie Williams tónleikana séu allar flöskur bannaðar nálægt hljómsveitum. Ansans synd og sori. Poweraid flaskan hafdi farið með mér allt í marga mánuði. Meira að segja til útlanda.

Ég er annars með smá pælingu/spælingu. Mms skilaboð eru fríkeypis innan símkerfa til 1.sept, en sms kosta tíkall. Meiri texti rúmast fyrir með mms. Af hverju í nafni Alberts kóalabjarnar er ég enn að senda sms? Ég hætti strax í dag!

Engin ummæli: