18.6.04

Æjajæja Óskin pæja er að fara í sumargústaf. Jáh. Sumargústaf, þar sem haribó vex á trjánum og brjóstgóðar, léttklæddar meyjar færa manni bjór í stórum könnum. Sumargústaf, þar sem að heiti potturinn er við fullkomið hitastig, og fregnir herma að nú sé búið að fjárfesta í drykkjarhaldara sem flýtur vinalega við hliðina á þér og passar súpið þitt. Sumargústaf, þar sem að hver dagur er ævintýri og fullkomin hugarró einkennir hvern þann sem þaðan kemur.

Þar mun ég lifa heilsusamlegu lífi í kvöld, sukklífi á morgun og svo aftur leita huggunar í skyri og létt kotasælu á degi sólarinnar.

Engin ummæli: