28.6.04

Æi haldiði kjafti
Ég er að velta því fyrir mér að hætta að drekka í svona mánuð. Þetta náttúrulega ógeðslega slæmt fyrir mann.
Áfengi er ekki fitandi vegna þess að það hefur margar kaloríur.
Þegar líkaminn vinnur úr áfengi, breytist það ekki í kolvetni eða sykra.. og næstum ekkert af því verður fita. Áfengi breytist í efni kallað 'acetate' þegar það er brotið niður.
Þegar líkaminn er að leita að orkugjafa, velur hann acetate fyrst, þar sem að það er handhægast fyrir hann. Það flýtur bara um í blóðinu og frekar stutt að ná í það. Áfengi sem sagt gerir þig ekki feitan, heldur kemur í veg fyrir því að þú missir fitu.

Þetta er víst sérstaklega slæmt fyrir konur, þar sem að þær brenna þessu ógeðisefni hægar. Damn it!

Ef þú færð þér einn bjór, brennir þú engri fitu í marga klukkutíma (bættu við fleirum og tíminn hækkar eftir því). Ekki nóg með það, heldur sker það líka niður testósterón magn í allt að einn sólahring, sem kemur í veg fyrir að þú getur bætt við vöðvum.

Þegar þú drekkur, tapar líkaminn líka miklu vatni. Það þarf að drekka helmingi meira vatn heldur en áfengismagn sem þú drakkst, til þess að komast aftur á réttan kjöl (Einn stór bjór = 1 lítri af vatni). Ef þú einbeytir þér ekki að því að redda þessu, getur það tekið marga daga áður en líkaminn hefur náð aftur réttu vatnsmagni. Þegar líkaminn hefur ekki nægilega mikið vatn til umráða, hægir það á efnaskiptum og það tekur ennþá lengri tíma fyrir þig að fara að brenna fitu aftur.

Svonirdda

Engin ummæli: