9.6.04

Æi fyrirgefiði elsku skellimúffurnar mínar ef ég er að kaffæra ykkur í heilsupóskum... en þetta er kannski meira fyrir mig upp á framtíðina (leita oft í póskinu mínu af atburðum). Ég er ekki viss um að þetta hjálpi, en ég lofa að ég hefði sett þetta í login-partinn á nýja póskinu mínu, svo allir hefðu ekki þurft að hafa þetta fyrir augunum ;o)

Í dag viktaði ég mig í fyrsta skipti síðan á laugardaginn.

Viktin horfði á mig á yfirlætislegan hátt. Allt í einu ljómaði andlit hennar og hún virtist finna hjá sér gæsku sem ekki einu sinni hún vissi að hún byggi yfir. Ég hafði myrt 600 grömm á þessum tíma, og þar með ekki verið eins létt síðan ég var 17 ára! :oD veiveivei! Hér með strengi ég þess heit að fara aldrei yfir þessi mörk aftur (tja.. nema ég verði preggó eða eitthvað).

ATH fólk sem veit stuff!
Annars hef ég eina spurningu fyrir ykkur. Ég keypti mér svona fitumælingaklípu í gær og var að mæla mig (var merkilegt nokk, ekki eins mikið áfall og ég hafði áður talið). Það fylgdi chart með græjunni sem sagði hvar maður stóð. Samkvæmt því, þá fell ég í "average" flokkinn. Annarstaðar heitir svipaður flokkur "acceptable" sem mér finnst ekki vera eins vinalegt nafn :oÞ.
Anywho. Það er allur gangur á því hvað telst vera "eðlileg" eða "góð" fituprósenta. Þetta internet er fullt af mismunandi upplýsingum þess efnis.
Eruð þið einhverju nærri? Í kringum 20-25% virðist vera algengt mat á kvenfólk sem er á mínum aldri. Meikar það ekki bara sense? Stefna á.. hmm. 22% eða eitthvað? Anyone?

Engin ummæli: