14.6.04

Hvur andskotinn..??
Rétt í þessu var ég að fá sting í magann. Þetta var eitthvað sem ég gæti ímyndað mér að væri svipað og "guðminngóðurhvarerbarnið?" stingur. Ég veit það ekki alveg samt því að ég hef aldrei átt eða týnt barni.

Ástæðan fyrir þessu? Jáh. Ég var að fatta að ég fæ ekki að hlaupa aftur, þokkafull eins og hind í balletskóm, fyrr en á miðvikudaginn.

Það stefnir allt í það að ég fari að rölta um á Vogi í baðslopp og púffuinniskóm, knúsandi Þórarinn Tyrfings og félaga. Ég er augljóslega háð endorfínum!

Engin ummæli: