29.6.04

Helvítis villimenn þarna í Disney fyrirtækinu...
Einu sinni grét ég söltum, sárum tárum yfir örlögum Mufasa. Það er eins og ég hafi brynjað mig upp eftir þessa bitru lífsreynslu, þar sem að ég hef ekki fellt eitt einasta tár yfir bíómynd síðan.

Þetta var bara ekki eitthvað sem kona átti að búast við. Mufasa var ekki í stríði, með mynd af kærustunni sinni í vasanum. Hann var ekki einu sinni með vasa!
Mufasa hafði ekki stormað út í fússi og þegar hann dó sást ekki í augum hans sorg yfir því að það síðasta sem hann hefði sagt við einhvern ástvin var að hann vildi aldrei sjá hann aftur.
Hann var bara hugað og gott ljón, en lifnaði samt ekki við eins og þetta í Ljónið, Nornin og Skápurinn.

Svo margar spurningar, svo fá svör. Ein brennur samt á mér heitar en allar hinar;
Hefði Mufasa borðað Bamba??

Engin ummæli: