21.6.04

Ógeðslega yogað
Yoga er geðveikt interesant (gott orð. Gott orð). Fólk vill meina að þetta sé allt í sambandi við innra jafnvægi, jing, jang, feng súí, carpe diem og bsí. Ég hef hins vegar komist að öðru í leit minni að magrari bankareikning og léttara veski! Óóójá.

Það eru til margir undirflokkar af yoga. Erlendis skiptast þeir m.a. í hatha, ashtanga, kripalu, Iyengar og bikram. Hér á landi er hins vegar allt önnur skipting á þessu.

Einu sinni var til eitthvað sem hét yoga spinning og fyrrverandi fröken bómuss hafði yfirumsjón með. Fregnir herma að þetta hafi fengið þennan titil, þar sem að frú bómuss var ekkert í sérstaklega góðu formi. Hún settist á græjuna og hjólaði sig svo hálfa leið ofan í afsláttarbeð í kirkjugarðinum. Þá hröklaðist hún af fáknum, sagði öllum vinsamlegast að halda áfram og gekk á milli fólks og "heilaði það" á meðan hún var í samningaviðræðum við dauðan og djöfulinn um að sál hennar fengi að tolla lengur í líkamanum. Ég held að þetta hafi endað með því að nýrnabaunir séu nú seldar í Grísabúðinni.

Það er hægt að verða sér út um yoga tíma fyrir einhvern.. kva.. 7000 kall á mánuði. Það er mjög mismunandi verð á þessu, og þetta nær nýjum hæðum hjá sjálfum Mel Gibson yogans, honum Guðjón Bergman. Guðjón Bergman er svo góður að yogast, að hann yogar upp úr fólki slíkan pening, að bankareikningurinn þeirra er aldeilis tandurhreinn á eftir. Maður á víst að ná betri tengslum við sjálfan sig þegar veraldlegar eigur eru ekki að flækjast fyrir þið skiljið. Munkar eru t.d. yogaðastir af öllum og ekki eiga þeir neitt annað en kuflinn á bakinu á sér og minningar um fyrri líf.
Ég held að meira að segja handklæðalánandi, axlanuddandi gaurarnir í nordica spa (ekki gym sko. Spa. Bara að segja orðið kostar pening) rukki ekki eins mikið.

Engin ummæli: