16.6.04

Gekk, örugg og stolt í Europris, þrátt fyrir skelfilega minningu frá síðasta ári, þegar einhver skildi eftir gamlafólkabúrið sitt opið og óværan þusti út um alla búð.
Ég virðist hafa átt fullt í fangi með að passa að ég yrði ekki undir göngugrindum eða eitthvað, þar sem ég hef ekki tekið eftir því hvurslags draslhóru búð þetta er.
Það er ekki til kjúklingaálegg (og ég meina ekki ein tegund). Það er ekki til létt kotasæla. Það er ekki til venjuleg normal brauð (hehe.. venjulegt normal) eða svona sólblómafræjamaltbrauðthingy (basicly ekkert sem ég leitaði að nema skyr).

Ég endaði á því að hröklast út með pakka af reyktri skinku og rískökur. Veit einhver EKKI hvað svona poppkex eru viðbjóðsleg? Ég á næstum fullan pakka, ef einhver vill missa sakleysi sitt að eylífu! :o)

Engin ummæli: