24.6.04

Ég verð græn og langar að æla þegar fólk vælir yfir eigin sjálfskaparvíti.
Það er ekki endilega staðreyndin að það sé að væla, sem er vissulega pirrandi út af fyrir sig.. en að skjóta sig í fótinn og grenja svo yfir því að vera illt er hallærislegt.
Á ég að vorkenna þér rosalega mikið fyrir að hafa eytt öllum peningnum þínum í vitleysu, svo þú átt ekki nóg til að kaupa helstu nauðsynjar? Viltu að ég huggi þig út af því að þú féllst í prófum sem þú lærðir ekki fyrir?

Nope. Sorry. Vantar alveg í mig!

Engin ummæli: