4.6.04

Ég var ekki fyrr búin að sleppa reiða múgnum lausum út úr bílskúrnum og á Einar Bárða, en nágranarnir byrjuðu aftur pottastemmarann. Þar sem síðustu vikur hef ég verið all high á endorfínum hef ég svona látið það fram hjá mér fara. Hooked on happiness.

Auðvitað er ég reglulega góð og yndæl stúlka. AUÐVITAÐ! En meira að segja mín þolinmæli á sér takmörk. Þegar 90's stemmaralögin bitu ekkert á mig hefur þetta svart-hjartaða fólk hóað sama stórfjölskyldunni og sest að teikniborðinu. Fyrst siguðu þau á mig geitungum í lopapeysum og stígvélum.

Ég hef nefnilega sagt á almennum vettvangi (hérna á óskímon sem sagt), að geitungar séu einu íslensku dýrin sem skjóta mér skelk í bringu. Hræðslu í brjóst. Ótta í túttur. You get the point.
Einhvern veginn í ellinni og kannski vegna þeirrar staðreyndar að ég mun brátt vera líftryggð, hefur þessi ótti flögrað út um gluggann (ekki ósvipað tónlistarframa Nylon eftir sumarið). Ég hef, svöl eins og Fonzie, veitt þessa litlu fugla í geitungaveiðiboxið mitt og hent þeim aftur út sömu leið og þeir komu.

Handbendin virðast hafa flogið beinustu leið aftur til höfuðstöðvana vegna þess að núna rétt í þessu hófst ný stragedía hjá pottasvömlurunum. Þau hafa látið 14 ára, skjálfhentan og taktlausan son sinn fá trommusett.

Ég mun ekki bugast! Á þessari stundu bið ég Albert Kóalabjörn aðeins um eitt;
- Ég bið að ásláttarhluti trommana hans séu úr einhverju gerviefni. Ég get ómögulega hugasð mér það vonda.. nei! sataníska geit eða kusu, að hún eigi skilið þessi djöfulegu örlög.

Engin ummæli: