28.6.04

Ég átti eilitlar samræður við fitumælingagræjuna mína í gær. Þetta er ekki nema í annað skipti sem ég nota hana sem er merkilegt, þar sem að áður en ég fjárfesti í kvikyndinu var ég pottþétt á því að ég myndi nota hana við öll tækifæri. Taka með mér í vinnuna kannski og fitumæla mig inni á klósetti í matartímanum. Fitumæla mig í roleplay og yfir Charmed. Svo þegar ég væri orðin öll rauð og þrútin eftir of mikið klíp, myndi ég fitumæla fólk sem átti leið framhjá mér. Kannski sitja um það, stökkva út úr runna og klípa það gegn vilja þess. Feel the power!

Anywho.. þetta fer þannig fram að ég dreg fram málband og penna og krassa á mig víðsvegar um líkamann. Krota á mitt lærið á mér, mitt bingó, undir handakrika, mallann o.s.frv. Svo fer ég þrjár umferðir og klíp alla þessa staði og tek meðaltal hvers staðar og reikna út úr þeim fituprósentu.
Græjan sagði mér í þetta sinnið að ég væri með ~23% fitu. Ég á ótrúlega bágt með að trúa því. Spurning um að fá second opinion frá vogarmaskínunni uppi í Veggsporti, eða pína aumingja melinn í að prufa að mæla mig.
Kannski frekar eftir 18 daga samt, þegar ég er búin með allar 12 vikurnar :o)

Engin ummæli: