30.6.04

Ég er svo þakklát fyrir að fólk geti ekki hlustað á það sem ég hugsa þegar ég er að hlaupa á morgnana. Síðustu 6 mínúturnar eru alfarið tveir persónuleikar að rífast.
- Ohhhh crap.. Ég á aldrei eftir að geta klárað þetta
- Hey! Síðustu mínúturnar eru eins og að fara heim. Það tekur alltaf styttri tíma að fara heim en að fara á einhverja staði
- Djíísöss. Ég verð að lækka þetta. Ég drep mig ef ég held þessu áfram
- Ekki láta þér detta það í hug! Þú hefur gert þetta áður... bara aðeins hægar!

Persónuleikinn sem er bastarður virðist alltaf vinna. Ég allavegana held alltaf áfram að hlaupa eins og eitthvað stórt, grimmt og hreistrað sé að elta mig.
Svo eftir að ég er búin líður mér eins og einhver hafi stungið sprautu inn í mig og sogað út allan kraft og sprautað endorfínum inn í staðinn. Það er þægilegasta tilfinning í heimi.

Engin ummæli: