18.6.04

Ég er í pæjuleik og ég er pæjan!
Nei andskotinn hafi það. Nú er mér nóg boðið!
Ég fer í ræktina á hverjum morgni, nema á laugardögum. Ég er alltaf rosalega dugleg.
Ég borða bara hollt og reglulega og svindla aldrei. Ekki einu sinni í veislum.
Ég hef gífurlega mikinn áhuga á að læra nýja hluti og bæta sjálfa mig. Mér finnst hverskonar sjálfsrækt rosalega heillandi og bækur þess efnis eru komnar á innkaupalistann.
Ég stunda reglulega slökun og núna er ég farin að leita að yoga tímum.
Ég er byrjuð að leita aftur í listina meira en áður og mála, teikna, skrifa og geri ýmislegt reglulegra en upp á síðkastið.
Ég er rosalega ástfangin af besta vini mínum, sem ég er svo heppin að sé kærastinn minn líka. Við erum í besta sambandi sem ég.. eða nokkur annar for that matter hefur nokkru sinni átt.
Ég er alveg ótrúlega hamingjusöm og sátt við lífið og tilveruna.

Í gær gekk ég samt of langt. Sú hugmynd óx í frjóum jarðvegi heilans, að ég ætti kannski að fá mér saumavél og fara að hanna og sauma hverskins flíkur sem mér hefur langað í en ekki fundið í búðum.
Hér segi ég stopp!

Saumavélar satans munu ekki gera líf mitt betra og það að sitja, hlekkjuð við lymskulegar áætlanir þeirra um yfirtöku heimsins er ekki góð hugmynd. Þær hafa aldrei gefið mér neitt annað en áhyggjur og vanlíðan og ófáir tvinna- og efnisbútar hafa legið í valnum eftir átök mín við þessar svart-sáluðu maskínur.

Í gegnum tíðina hafa samskipti mín við saumavél heimilisins endað með þeim hættinum að móðir mín hefur komið að mér, flækt í tvinna, með kross í hönd, öskrandi "THE POWER OF CHRIST COMPELLS YOU!!", og bévítans skrímslið hefur alltaf haft yfirhöndina.
Móðir mín hefur þá sest, algjörlega level headed við apparatið og saumað að því. Reddað málunum með nokkrum, öruggum hreifingum.

Mér er margt til lista lagt, en hverskins húsverk og húsföður/móður störf eiga ekki við mig (að undanskilinni eldamennsku, en þar Á ég völlinn).

Engin ummæli: