22.6.04

Ég er með alvarlegan sjúkdóm. Ég held að það geti ekki annað verið. Í gær fór ég í Veggsportið kl. 6:40 og hljóp 3,3 km (skoh. allt að koma. Meðaltalið komið upp í 9,9 km/klst) á 20 mínútna Phillips-geðveikis-brennslunni. Eftir vinnu druslaðist ég aftur þangað og tók upper body (bi- og tricep, bak, axlir, brjóst. 5 sett fyrir hvert), fór svo beint á línuskauta og sveif um Ægissíðuna með stuttbuxnaklæddum Einari.

Í morgun var ég mætt hress og kát fyrir fyrsta hanagal og heimsótti gliderinn (ég er byrjuð að troða inn auka brennslutímum. Ussusssuss). Hrokafulla maskína! Náði sko engum 3,3 km á henni. Urrrr. Kúlurasskúlurass.
Á eftir hafði ég hugsað mér að fara og taka lower body (framan og aftan á lærum, kálfa og maga).

Í gær horfði eigandi staðarinns á mig stórum augum og spurði mig gáttaður: "Aftur?".
Í morgun sagði hann hins vegar: "Þú kemur svo aftur eftir vinnu er það ekki?".
Já fólk. Dugnaðarljóminn er víst fljótur að fara af manni :oÞ

Engin ummæli: