16.6.04

Ég er öll út í marblettum. Á leggjunum. Á handleggjunum. Á hnjánum. Á ristinni. Hvað er ég alltaf að rekast í?
Kannski er ég alltaf öll út í marblettum, ég er bara minna klædd á sumrin svo ég tek meira eftir því.

Í gær fór ég að skoða allskonar námskeið. Ég fann nokkur sem mér fannst áhugaverð, en þau voru öll einhverra hluta vegna ekki aðgengileg.

- Ilmkjarnaolíunámskeiðið: Tímasetning fyrir næsta námskeið hefur ekki verið ákveðin
- Lífsgleðinámskeið: (bland í poka af öllum skrambanum) "12 vikna námskeið sem hefst 2. febrúar." Stendur ekkert um annað námskeið
- Afrótrommunámskeiðið: "6 vikna námskeið hefst 19.mars" Stendur ekki um önnur námskeið
- Tækni lego námskeið: Bara fyrir 7 - 8 ára. Það er ekkert smá ósanngjarnt!
- Leirmótunarnámskeið: 38.600 kaaaaaddl
- Tarotlesninganámskeið: Bréfaskóli. Æðislegt
- Nuddnámskeið: 60.000 kaaaaddl

Engin ummæli: