3.6.04

Ég: Það er búið að vera allt úti í geitungum hérna inni í dag! Ég hef ekki haft við að henda þeim út
Óli frændi: Ungum?? *ljómar*
Ég: Nei Óli minn. Flugum!
Óli frændi: Ó. Fluvum *brosið minnkar*

Óli frændi minn sá sem sagt unga í fyrsta skipti á mánudaginn. Hann gerði það sem flestir tveggja ára strákar hefðu gert. Potaði í hann með priki.
Unginn sagði "PÍPP!!" Óli sagði: "VÁ!!" og Pabbi sagði: "NEI!!". Óli var af-prikaður og unginn slapp ÓSKaddaður. Síðan þá lærði Óli enn aðra regluna.

"- Það er bannað að pota í lifandi unga með prikum!"

Þessari reglu mun ég bæta við hérna til vinstri við fyrsta tækifæri.

Engin ummæli: