1.6.04

?? Ég elska útborgunardaga, ég elska útborgunardaga, ég elska útborgunardaga, hey, hey, hey, hey ??
Fyrsta útborgunin fer alltaf í leiðindi. Borga helminginn af euroreikningi vetrarins. Skipta um olíu á Benna. Fara með bílinn í venjulega skoðun. Fara með bílinn í 30.000 km skoðun (ókay.. AF HVERJU eru ekki almennilegar samgöngur á Íslandi svo ég þurfi ekki að eiga bíl.. Kostar ekkert smá mikið). Fara með skvísuna í krabbameins-skoðun...

Ég er líka að spá í að fara tryggingafélagarúnt *hrollur* og fá tilboð í sjúkdóma og líftryggingu og eitthvað fleira. Bara svona bland í poka.

Mér er, merkilegt nokk eiginlega alveg sama. Bara það að vita að ég eigi bráðum þessa hluti ekki lengur eftir, er ótrúlega góð tilfinning. Ég á allan persónuafsláttinn ónýttan, svo þetta tekur miklu styttri tíma en annars.

Ég er líka búin að lofa sjálfri mér og gaurnum sem fær ekki útborgað fyrr en NÆSTU mánaðamót að bjóða okkur semi-fínt út að borða á laugardaginn.. Verður að gera eitthvað skemmtilegt líka..

Engin ummæli: