8.6.04

Úff púff. Jámm.. Þið heyrðuð hvað ég sagði. PÚFF!!
Ég hef stundum verið að velta fyrir mér tilgangi lífsins. Hvað þetta þýði allt saman. Til hvers við höfum verið sett á þessa plánetu....

....en ekki í dag!
Í dag kemst bara eitt, virkilega shallow og sjálfselskt fyrir í mínum hugsara. Þetta er nú einu sinni minn heili, svo að af hverju má hann ekki einbeita sér mest að mér og mínum léttvægu málum?

In the grand scheme of things þá skipti ég kannski ekki svo miklu máli. Og forking hvað? Fyrir mér er samt mikilvægasti dagur í sögu heimsins, dagurinn sem ég fæddist. Auðvitað gerðust margir hlutir fram að þeim atburði, sem leiddu til hans.
...hefðu risaeðlurnar aldrei drepist.. og étið alla forfeður okkar
...hefði langalangalangalangalangalangaamma (jámm.. svoldið hávaxin) aldrei samþykkt að ganga í fyrirfram ákveðið hjónaband með langalangalangalangalangalangaafa
...hefðu öndvegissúlurnar aldrei náðað Ísaland...

Margir atburðir, sem saman leiða að einum stórfenglegum.

Nú sitja kannski einhver ykkar og gapa. Gapiði bara. Spáið samt í þessu, á meðan þið gerið tilraun til þess að fara úr kjálkalið:

- Ef ég hefði aldrei orðið til, hvernig gæti ég nokkurntímann vitað um alla hina merkilegu atburðina sem gerðust og eiga eftir að gerast í sögunni?
Með það til hliðsjónar, hvernig gæti ég mögulega haldið öðru fram, en að mér finnist fæðing mín, vera merkilegasti atburður í sögu heimsins?

Allir sammála? Gott! Þá getið þið ekki verið á móti því, að ég einbeyti mér svolítið að sjálfri mér. Merkilegasti dagur sögunnar var nú einu sinni dagurinn sem ég fæddist........

Engin ummæli: