10.6.04

Engin snót ætti að þurfa að taka til á sumrin!!
Æjæjæj. Merkilegt, svona miðað við hvað mér finnst djöfulegt að sinna húsverkum, hvað ég er alltaf dugleg við að koma upp góðum haugum af drasli. Það er svo erfitt að vera góð í svona mörgu :oÞ

Nú ber svo undir, að elskulegur kærastinn hefur farið fram á gistingu um helgina (enda á ég stæðsta og besta rúm í öllum heiminum.. og flottasta og fínasta herbergi í öllum heiminum.. og.. og.. fínasta baðið og freyðibaðið út í og.. og.. allt). Það vill svo skemmtilega til, að draslið, sem hefur núna náð nýjum hæðum, er svo plássfrekt, að ég sé ekki fram á að tvær, fullvaxnar manneskjur komist fyrir þarna inni.

Ég deili t.d. rúmi með hálfum poka af drakúla brjótsykri og hálfum saltstanga pakka síðan á síðasta laugardag (á nóttinni finn ég lyktina af þessu, en hef ekki enn freystast), laptop, heilsudagbók, dungeon masters guide, bókinni um bjórinn, 2 kössum af myoplex diet, CLA pilludollu, BetaLean pilludollu, 3 fjarstýringum, Andrés anda syrpum, 2 Prachett bókum, microphone, tveimur pilsum og án efa einhverju fleira sem ég er að gleyma.

Ég þarf sem sagt að draga fram hjálm með ljóskastara, haka og litlar kerrur á hjólum og hefja námugröft!

Engin ummæli: