14.6.04

Elsku spammarar:
- Ég vil ekki stækka á mér typpið. Ég vil reyndar bara ekki hafa neitt typpi yfir höfuð. Það virðist vera bölvað vesen. Þau eru alltaf eitthvað standandi út í loftið og minnkandi og stækkandi eftir eigin hentugleika og veðurfari. Svo er þetta víst vandræðalegt í sundi. Ekki myndi ég nenna að ganga með þetta utan á mér.

- Ég vil ekki pillu sem yngir mig um 20 ár. Ég hef ekki nokkra löngun til að líta út fyrir að vera tæplega 3ja ára. Ég er stundum spurð um skilríki í ríkinu as it is! Hvernig haldið þið að þetta yrði eftir að taka inn þessa undrapillu, sem reyndar virðist létta mig, á sama tíma og hún yngir útlitið mitt. Spurning um hvort það detti af manni önnur löppin eða eitthvað. Léttist örugglega við það.

- Ég vil ekki vita meira um MILF, fullar af fryggð til yngri manna, lesbíur sem þrá ekkert frekar en karlmannshold (hlýtur að vera til átu. Ég veit ekki hvað lesbíur hefðu annað að gera með karlmannshold), eða lausgirtar skólastelpur sem hafa nýlega haldið upp á 18 ára afmælið sitt (ekki buðu þær mér helvískar!)

- Ég hef það ekki í hyggju að panta mér vi@graka, va|1um, lyfseðilsskild lyf, háskólagráðu eða rússneska eiginkonu í gegnum internetið.

- Af augljósum ástæðum ætla ég ekki að kaupa mér spamvörn sem er auglýst með spampósti

Ég vil hinsvegar fá nákvæman lista, með netföngum, yfir það hverjir það eru sem sýna ofangreindum hlutum áhuga og svara þessum póstsendingum. Ég gæti viljað senda þeim nokkra Emila sjálf.

Engin ummæli: