11.6.04

Eins og margir á mínum aldri var ég einu sinni sextán ára. Það var rosalega hipp og kúl á sínum tíma og mjög margir í kringum mig voru sextán á sama tíma.
Í dag þykir þetta ekkert eins flott. Enginn af mínum vinum er lengur sextán. Það eru helst einhverjir krakkar sem nenna að standa í þessu núna.

Ég held það hafi líka verið meiri stæll yfir þessu á sínum tíma. Ég sprangaði um í buffalo skóm og push-up brjóstahaldara. Spice girls voru að meika það. Nylon, Kalli Bjarna og Skítamórall voru hvergi í augsýn og támjóir ógeðisskór töldust ennþá hallærislegir.

Engin ummæli: