11.6.04

Ef við byggjum í temmilega heilbrigðu landi, væri ég núna að tuða yfir því hvað það sé frústrerandi að eyða svona eins og þjóðarframleiðslu Færeyja í að kaupa sér lak og sængurföt.
Ég hef hinsvegar ekki nægilega langt attention span í að tuða yfir tveimur hlutum í einu!

Ég rétt brá mér yfir í svanabúðina í hádeginu. Gekk beinustu leið að sængur-samfestingunum og fann mér eitthvað plain úr 100% bómul (óþolandi að lúlla í einhverjum satín viðbjóði eða öðrum gerfiefnum. Ég er drottning! Drottningar vilja aðeins það besta).
Ég greip tvö stykki höndum tveim, og með þeim hvítt teygjulak sem var 193x203. Því næst flugfreyjustrunsaði (hæsta level af strunsi. Það er ekki hægt að labba hraðar án þess að vera að skokka) ég, þokkafull eins og dádýr með pípuhatt, að kassanum.

AHA!! Hér kemur staðurinn þar sem ég ætla að tuða. Þið hélduð þó ekki að bullandi jákvæðni hefði heltekið mig eins og einhver... heltakari (Kærasti Hel giska ég á. Hel réði undrheimum í norrænni goðafræði ef þið eruð.. eh.. Never you mind).

Eftir stutta vettvangskönnun get ég gefið svona tja.. kalt mat á það hversu stór hluti heimavinnandi húsmæðra hefur ekkert betra við tíma sinn að gera en að terroræsera Rúmfatalagersstarfsmenn. Eigum við að segja.... 10%

Það voru hvorki fleiri né færri en þrjár húsmæður þarna á sama tíma og ég var að bíða í röðinni... sem voru að skipta einhverju dóti. Fékk það á tilfinninguna að allavega 2 hefðu bara keypt eitthvað daginn áður til þess að skipta því í dag fyrir innleggsnótu. Svo koma þær á mánudaginn og kaupa eitthvað fyrir nótuna sem þær svo skipta á þriðjudaginn. Gefur þeim tilgang í lífinu....

Tók mig allavega korter að bíða á kassanum.. og ég var bara sú þriðja í röðinni! Svo opnaði annar kassi og ég færði mig yfir... og konan á undan mér þar var líka að skipta einhverju...

murr..

Engin ummæli: