4.6.04

Ef maður ætlar að segja spontant hluti eins og:
- "Já, í næstu viku verð ég að fara yfir framework, forritunarreglur og þær aðferðir sem eru notaðar hérna, svo það sést ekki mikil breyting í þróun á meðan. Þetta mun samt koma mér til góða þegar ég fer að forrita kerfið"

á ensku, þegar þú ert á símafundi við einn mann í Danmörku, einn í Þýskalandi og með eina konu við hliðina á þér....

..skiptir engu máli þó maður sé kickass í ensku. Það tekur SAMT langan tíma og hik. Þó það væri ekki nema bara vegna þess að þú ert að tala við skrýtna græju á borðinu.

:o) Það er óvart miklu erfiðara að vinna í fyrirtæki, en að gera verkefni í skólanum. Ótrúlega skrítið að vera ein með eitthvað stórt, international dæmi. Gefa fólki áætlaðar dagsetningar á því hvenær eitthvað verður tilbúið og svo framvegis. Venjulega er mér bara sagt hvenær ég eigi að skila einhverju.

Engin ummæli: