22.6.04

Djöfull vantar mig aðgangsstýringu. Margir brandarar sem ég sleppi að segja þarna
Varúð: Eftirfarandi pósk er gífurlega litað af fordómum mínum gegn sætukeppnum og sætukeppendum
Ungfrú Ísland er að skipta um sparktuðrufélag því að hann fékk víst ekki nógu mörg tækifæri á Skaganum (lesist: Honum finnst ekkert svo slæmt að sitja á bekknum, en er frekar súr yfir því að fá ekki meira camera time)
Annars sagði hann að honum litist vel á Val. Þeir væru með góð markmið og svona.

Þá spyr sú sem veit allt; Hafa fótboltalið einhver önnur markmið en að vinna fótboltaleiki og þjálfa ponsur í því sama svo sigurgangan haldi áfram um ókomin ár??
Eru þeir kannski með frekari markmið?
Hafa þeir heitið því að vera ekki með neinn óhandsnyrtan leikmann frá og með 2007? Að enginn með óvaxaða bringu og fituprósentu yfir 14 skuli fara úr að ofan til þess að fagna marki? Ætla kannski þeir að setja djúphreinsandi húðkrem í öll búningsherbergi í Valsheimilinu? Þetta þætti mér gaman að vita.

Engin ummæli: