7.6.04

Andskotinn hafi það! Nú verðið þið að vera góð við mig
Ég er svo syfjuð að ég er nokkuð viss um að ég sé ekkert vakandi í alvörunni. Það er ekki séns að svona syfjuð snót gæti munað eftir því að gera allt sem þarf að gera til þess að vaka.

Í dag... og í gær.. og fram undir 17. júlí HATA ég Veggsport. Ég hata Veggsport eins mikið og nýrnabaunir, hnakkatónlist og fólk sem talar með fullan munninn.
Ég hata Veggsport eins mikið og vondu söbbvej melluna, skrollara og Woopie Goldberg.

Það er guðsvoluðu Veggsporti að kenna, að stelpan ég kemst ekki á stredderí næstu 40 daga eða svo.
Haldiði að það hafi ekki tekið sig til og ákveðið að hafa lokað á sunnudögum í sumar? (eins og í fyrra reyndar :oÞ..)

Núna neyðist ég til þess að færa ókeypis daginn minn yfir á sunnudaga.
Það djammar enginn á sunnudögum...
Það vakir enginn frameftir á sunnudögum og drekkur rauðvín og borðar nammi...
Nammiland er ekki með 50% afslátt á sunnudögum...

Sunnudagar eru fávitar!

Engin ummæli: