3.5.04

Viva le resistance!!
Hafa einhver ykkar handskrifað nýlega?? Vitiði hvað það tekur langan tíma? Ég veit ekki alveg hvað ég er með mörg orð á mínútu þegar ég er að vélrita, en þau eru örugglega eitthvað í kringum... mörg. Milljón kannski. Eða meira. Tvöhundruð!!! Geri líka færri mistök þannig og ég þarf ekkert að horfa á skjáinn frekar en ég vil.
Handskrift er ólæsileg, tekur gífurlega á hendurnar, tekur langan tíma og það er ómögulegt að multitaska þegar henni er beitt.

Ef það væri ekki fyrir mögulega yfirtöku jarðarinnar, leidda að gervigreindarstjórnuðum tölvum myndi ég mæla með því að fella niður handskrift í skóla.
Þegar klaufaleg vélmenni ráfa um jörðina og öskra grimmilega við og við "It looks like you're writing a letter!!!" mun grunnskóla-handskriftin koma sér vel.
Hvernig væri annars hægt að miðla andspyrnuáróðri á borð við "Vélmenninn éta nýrnabaunir"! eða "Minesweeper sökkar" á milli manna sem ekki hafa dáið úr leiðindum í tölvulausum heimi?

Engin ummæli: