11.5.04

Varúð! Heilsuplögg
hot.is er nokkuð nettur vefur. Tekur reyndar svolítinn tíma að skrá inn matinn sem maður borðar og svona... og mér vantar svolítið að geta skráð inn eigin vörur. Fæ mér t.d. alltaf létt kotasælu og svo fékk ég mér prótein grænmetissúpu áðan og það er ekkert þarna inni. Fyrir utan það er þetta snilld.

Þarna kemur m.a. fram hvernig mataræðið hjá manni skiptis prósentulega séð eftir kolvetnum, próteinum og fitu og það er hægt að skrá inn æfingar, þyngd og fleira á ákveðinn dag. Svo seinna meir verður hægt að sjá línurit yfir allan skrambann..

Engin ummæli: