23.5.04

Útlandapósk
Eins og allstaðar þar sem ég geng um, er líka þráðlaust net hérna. Ég er að spá í að gefa ykkur Óskímon review á Troy núna.

Djöfull hlýtur það að vera erfitt að vera úr Illionskviðu og rugla saman losta og ást. Maður sér svo sem aldrei tragískan endi, þegar mennirnir fatta að heilu stríðin hafi verið háð vegna kvenna sem tyggja kannski með opinn munninn, eða gera ekkert annað en að tuða.

Ég gæti líka byrjað þetta á annan hátt.
Það er svo skrítið þegar ég horfi á myndir sem eru of stórfenglegar til þess að ég geti mögulega tekið inn allan boðskap þeirra og fegurð í fyrsta skiptið sem ég horfi á þær. Svona myndir sem ég geng út af, og gapi næsta klukkutímann yfir því hvað þær voru magnaðar. Troy er án nokkurs vafa ein af þeim.

Ég held ég vindi mér bara beint í stig og bolta;

Stig: fjögur og hálft af fimm

Boltar: Tveir sem ég man eftir: Einn fyrir að stór hluti karlmannana var vaxinn eins og grískir guðir, og voru ekkert að klæða sig neitt of mikið. Einn fyrir endann. Finnst gaman af myndum sem enda ekki bara vel (hefði reyndar verið erfitt að breyta sögunni þarna).

Engin ummæli: