9.5.04

Puss in boots
- Eins og Antonio fucking Banderas
Úr heimi rauðvíns, bjórs, sígarettuangandi hárs og FM danslaga tók ég afturábak heljarstökk ofan í fjögur glös af vatni (til varnar þynnku) og lenti tignarlega á king-size drottningardyngjunni með Emilíu laptop í fanginu. Á morgun mun ég vakna við vekjaraklukkuvæl, aftur í heim próteina, kolvetna, lóða og gervigreindar og gráta. Ég mun gráta það að ég hafi bara borðað 2/12 af oreos kökunum, c.a. 50 gr. af nammilands namminu og alltof lítið af frönskum. Ég mun gráta gömlu, góðu dagana þegar við Hákon skemmtum okkur fram til ókristins tíma og ég mun gráta það að gærdagurinn sé búinn.

Eftir svona... tja.. hálfa mínútu af sárum tárum hristi ég af mér og kætist yfir því að það séu aðeins 6 dagar í næsta laugardag.

Völunni minni, Hallanum hennar og Þórirnum hans þakka ég fyrir mig og býð góða nótt. Þið hin ættuð að vera góð við mig og gefa mér eitthvað. Emil, snail mail eða netbanki. Mér er sama.... en ég á það skilið... Veit ekki af hverju. Þið ættuð að vita afhverju!

Engin ummæli: