25.5.04

Nýr drykkjuleikur
- Drekkið þegar Iceland Express biðst afsökunar á seinkunn.. á einhverju tungumáli
Aumingja lappirnar mínar voru stein hissa þegar ég klæddi þær úr skónum áðan. Ég held að þær hafi verið farnar að halda að þær yrðu í þessari prísund til eilífðar. Þær höfuð allavega verið í þeim frá því kl. 7 í morgun á íslenskum tíma.

Guðsvolað flugið út seinkaði um klukkutíma. Flugið heim seinkaði um rúmlega það. Ég veit fátt leiðinlegra en að hanga á flugvöllum í eymd og volæði. Tja. Nema kannski þegar flugfreyjan afsakar þetta svona 4x í gegnum allt helvítis flugið... og það á þremur tungumálum (12 sinnum pr. flug, margfalda með tveimur.. 24 sinnum takk fyrir!). Ég hélt hér áður fyrr að fátt þætti flugfreyjum skemmtilegra en að strunsa um með vagna eftir þröngum flugvéla ganginum, svo að gestir sem hafa verið að súpa of mikið af overpriced búsi komist ekki á klósettið. Ég hafði víst rangt fyrir mér. Þetta virðist vera þeim mun mikilvægara.

Fyrir Prachett aðdáendur hef ég þær sorgarfréttir, að The Carpet People endist ekki flug fram og til baka til Danmerkur. Síðasta klukkutímann á leiðinni heim hafði ég ekkert að gera, og nú eftir flugið gæti hver sem er hlýtt mér yfir Duty free bæklinginn þeirra!

Dagurinn í dag var annars ágætur, þrátt fyrir að hafa byrjað kl. 6:30. Andrea, stelpan sem fór með mér út, reyndist vera hin skemmtilegasta.
Ég átti þennan líka ágætis fund. Gaf ponsu litlum fugli bita af brauðinu mínu á veitingastað við höfnina á östeport (hann kom á borðið mitt), keypti mér fullt af bleikum fötum í HM. Ég var smeðjuð í kaf af tilgerðarlegum spænskum þjóni *slash* flagara á veitingastað á Strikinu og varð fullt brún í framan eftir að sitja úti og borða hvorki meira né minna en tvö kjúklingasalöt úti (virðist vera það eina heilbrigða sem er á matseðlum hjá Dönum. Fékk mér þessvegna þannig í bæði skiptin sem ég fékk mér að borða).

Núna er ég þreytt og þarf víst að rísa úr rekkju fyrir fyrsta hana gal. Lyfta lóðum og verða hunangskaka.. Nætínæt

Engin ummæli: