17.5.04

Í morgun...
...vaknaði ég þegar eðlilegt fólk svaf, og reyndi að drepa mig, eitt gramm í einu
...hjólaði ég ekki í vinnuna
...fékk ég mér skyr með létt kotasælu. Það er vont, en rosalega hollt :oÞ
...var ég gróðursett í markaðsdeildinni í vinnunni
...var mér úthlutað tölvu sem ég á eftir að skíra. Held hún sé strákur

Í dag...
...vann ég. Samt ekki í lottói því ég spila ekki í lottói. Það er fyrir plebba sem kunna ekki líkindareikning
...komst ég að því að ég þarf að fara á fund úti í Danmörku á næsta mánudag. Ég hlakka til að fara aðeins út úr landi
...er ég búin að tapa 17,5cm á 23 dögum

Í kvöld...
...skrópa ég af Axis & Allies kvöldi 2.0 til að sjá síðasta þáttinn í Survivor. Ég held eiginlega ekki með neinum lengur, en tími samt vel 2 klst af lífi mínu í þessa vitleysu
...ætla ég að byrja að fikta í pósk-kerfinu... aftur

Í nótt...
...verð ég vonandi sofandi

Engin ummæli: