28.5.04

I'm a monster and a lady
- Varúð; Heilsupósk
Jeiiij. Mér tókst í fyrsta skipti á 34 dögum (50 to go) að hlaupa meira en 3 km á 20 mínútum, kl. 7 um morguninn! Ef ég fer eftir vinnu, get ég hlaupið ~0,7 km lengra á sama tíma. Ótrúlegt hvað orka og þol er niðri í kjallara þegar kona er ný risin úr rekkju! Allavegana hjá B-manneskjum eins og mér (en allir vita að B-manneskjur eru mun vandaðari heldur en A-manneskjur. Hver gæti treyst einhverjum sem er hress á morgnana?).

Æi haldiði kjafti.. Mér finnst þetta allavega gott. Ég hef aldrei verið með sérstaklega gott þol.. ekki einu sinni þegar ég æfði fimleika 24 klst á viku. Þar er líka gengið meira út frá snerpu og sprengjukrafti en að geta hlaupið rosalega langt.

Þýðing fyrir fávita og nývaknaða: Ég get hlaupið rosalega hratt, en ekki rosalega langt (I am wasted on cross country! We Ósks are natural sprinters!).

Engin ummæli: