25.5.04

I love tickets
Ég á miða á Pixies.
Hlakka ekkert lítið til. Alveg að fara að bresta á líka. Í kvöld er ég að spá í að taka til, setja í þvottavél (ég lifi skemmtilegu og spennandi lífi) og hlusta á pixes á tónleikunum sem þeir héldu í útlöndum um daginn.

Ég á miða á Korn.
Allt í lagi að skella sér fyrst það kostar bara 2200 kall eða svo. Verð í stæðunum með almúganum. Hlakka mest til þess að heyra þá syngja A.D.I.D.A.S. Veit að núna er ég rosalega main-stream, en það er samt uppáhalds Korn lagið mitt.

Ég á miða á Placebo.
A friend in need'sa friend in deed, A friend who teases better. A friend with breasts and all the rest, a friend who's dressed in leather.
Fíla ennþá Black Market Music best, enda eini Placebo diskurinn sem ég á í físísku formi. Gaurinn er með töff rödd..

Ég á miða á Rómeo og Júlíu í Borgarleikhúsinu.
Ég fékk boðsmiða í leikhús í jólagjöf ekki síðast heldur þar áður. Kominn tími til að ég nýti hann. Ég hef heyrt að Chicago sé djöfulega leiðinlegt. Svo var ég líka í fimleikum í alveg 12 ár, svo það verður fínt að sjá smá acrobatic (reader. hahaha) action!

Engin ummæli: