3.5.04

Þú hefur lagt í fordæmda bílastæðið
- og kallað yfir þig bölvun axlabandagerðamannsins
Ég er orðin ansi hrædd um að ég hafi skráð mig í 84 daga (75 to go! Allt að gerast) af harðsperrum og... það sem verra er... líkamsræktar - og næringafræðimálæðis.
Sjálf hef ég lent í fanatískum heilsuátaksbrjálæðingum sem ráðast á mig og rífa af mér matinn sem ég er að borða til þess að geta lesið innihaldslýsinguna á dollunni. Sjálf hef ég lent í fólki sem hættir ekki að tala um líkamsrækt alveg sama þó maður grátbiðji það eða hóti því að slíta af þeim hendurnar og lemja til dauða með þeim.

Þessvegna vaknaði ég aðeins fyrr í morgun, fórnaði kjúklingi og sór þess dýran eið að verða ekki að þessari pirrandi manneskju (Segi þetta eins og það sé bara ein í einu. Eins og Bob úr Twin Peaks).

Ég mun gera mitt besta til þess að halda þessum umræðum utan pósksins.
Ég mun gera mitt besta til þess að drekkja ekki vinum og viðmælendum í samtölum þess efnis.

Með þetta að leiðarljósi (ekki sápuóperunni samt), hef ég réttlætt annað fyrir sjálfri mér. Ég mun ráðast á fólk sem stríðir mér eða mínu mataræði, með ofsa og heift, og tosa í litlu hárin fyrir ofan eyrun á þeim!

Engin ummæli: