20.5.04

Guðsonur minn eyðir miklum tíma hérna heima hjá mér. Hann og foreldrar hans búa líka bara nokkrum götum ofar. Með litlum ponsa, fylgir litlaponsudót. Einn af hlutunum sem er alltaf til hérna heima er litlaponsu klósettpappír sem heitir candoo. Ég get ómögulega horft á auglýsinguna fyrir þann skramba án þess að tísta eins og smá stelpa. Hún er talsett og eitthvað segir mér að þessi vara sé Bandarísk. Allavegana. Pointið er að með íslenska talinu enda herlegheitin á að lítill strákur syngur orðin "Ég get þetta nú með candoo". Hljómar kannski ekkert svo hroðalega, en fyrir ykkur hin sem þekkja ekki hvernig ég hugsa.....


.....hvaða orð á ensku rímar við "candoo" og hvað haldiði að krakkinn sé að syngja í upprunalegu útgáfunni?

Engin ummæli: