25.5.04

GSM símar eru nyðjar hins hníflótta
Helvítisdjöfulsinsanskotansdrullukuntuhórumellubeljufólkmeðsirrý!!! (íslenska útgáfan af blótinu hans Cartmans úr South-Park myndinni góðu). GSM símar eru orðnir einnota. Sýnist ég þurfa að fara að fjárfesta í nýjum. Steinar er að drepast. Keypti hann fyrir rétt rúmlega ári síðan. Símon, sem ég átti á undan honum entist í svona eitt og hálft.

Núna síðast valdi ég meira að segja kvikyndi sem ég var þétt eins og pottur á að myndi endast. Högg- og vatnsþolinn... ekki með neinum flugeldum, myndavélum eða slátturvélum sem voru líkleg til að bila. Bara hægt að hringja og senda sms. Allt sem ég bið um!
Hvaða síma get ég eiginlega keypt mér sem endist eitthvað? Spurning um að segja skilið við nokia. Þeir verða lélegri með hverri útgáfunni.

Kannski ég ætti bara að skella mér á axlanuddtæki og sjálfvirka sápukúluvél og eitthvað fyrst ég er að standa í þessu á annað borð. Gæti allt eins átt gott samband við símann á meðan hann lifir..

Engin ummæli: