19.5.04

Ég vissi að eitthvað vantaði í líf mitt
Ég var að fatta eilítið hroðalegt. Ég hef verið að fara á mis við svolítið allt mitt líf (væri hægt að snúa út úr þessu og segja að ég hefði farið á mis við svo voðalega lítið allt mitt líf. Það væri reyndar nokkuð rétt) og var fyrst að gera mér grein fyrir því núna. Alltaf þegar ég er með kvef, þá hef ég bara snítt mér með klósettpappír eða eldhúsrúllu. Ég hef aldrei átt svona tissjú í sissí pakkningum sem virka þannig að þegar eitt er dregið upp blasir næsta við. Bíómyndatissjú. Ég heiti hér með á alla sem lesa þetta pósk, að minna mig á þetta næst þegar ég er með kvef!!

Engin ummæli: