25.5.04

Ég átti vin....
Jamm. Þátíð. Þetta er helvíti mögnuð byrjun á póski, þó ég segi sjálf frá

...svo byrjaði hann með stelpu og hætti að tala við mig med det samme. Síðustu mánuði og tja.. síðustu ár meira að segja hef ég bara heyrt frá honum öðru hvoru í gegnum sms. Þau sendi hann bara þegar hann var víðsfjarri frúnni og bað mig svo vinsamlegast um að hætta að svara sér þegar hann nálgaðist heimilið.

Mér fannst hallærislegt að þessi micro-samskipti hans við mig væru gífurlegt leyndarmál fyrir pjásunni hans. Með mitt gífurlega lága dramaþol og þar sem að ég stend ekki í leynimakki, strikaði ég þennan unga mann út af jólakortalistanum mínum og vonaði bara að hann myndi lifa vel og lengi í hamingju og velsæld. Þetta er alveg hreint eðal-piltur eftir allt saman.

Það var því miður ekki raunin. Það komu upp vandamál í paradís nú fyrir stuttu, sem ég veit ekki mikið um. Þau enduðu með sambandsslitum.
Eftir þennan tragíska endi, algjörlega out of the blue, er ég skyndilega aftur orðin gríðarlega áhugaverð.

Án þess að vera illa við þennan strák á nokkurn hátt verð ég að segja:
Hvorki ég, né annað fólk með snefil af sjálfsvirðingu, stend í því fyrir nokkurn mann að gegna hlutverki tækifærisvinar (just add water).

Engin ummæli: