4.5.04

Ég sit nakin uppi í rúmi og bíð eftir því að survivör byrji. Sá nefnilega ekki í gær því ég var að skrifa kóða sem gæti látið fullorðinn mann gráta.
Áðan klippti ég á mér táneglurnar og fór að velta fyrir því hversu stórum hluta lífs míns ég ætti eftir að eyða í að klippa táneglur.
Í dag keypti ég töffarabrettaskó (nono.. ég er enn línuskautari.. Hljólabretti eru plebbaleg) sem ég ætla að nota í jimmy þegar ég er að lyfta. Kostuðu bara 999 því ég nota skó nr. 36. Barnastærð.
Fór í Smáralindinda með Völu minni og Andra Frey sætakrútti.
Fékk hátæknilegt póstkort frá Palla. Mér finnst gaman að fá póstkort.
Pantaði eitthvað dónadót því ég sá hjá Maju að fólkið væri að gefa eitthvað ótiippiðð með sem mig langaði í. Vantaði líka eitthvað stuff.
Lyfti eins og brjálæðingur.
Leitaði út um allt að Selásbraut 98, því mig langaði í ljósakort með 50% afslætti. Fann það ekki.
Ehh voddefökk? gáfu mér stuttermabol en ég held ég hafi týnt honum.
Ég missti af Yu Gi Oh. Missi aldrei af Yu Gi Oh. Fannst það miður.
Mér finnst Placebo lagið sem er í spilun núna vera kúl. Oh sweetness, sweetness. I was only joking when I said by rights you should be bludgeoned in your bed.

Engin ummæli: