10.5.04

Ég er byrjuð að skrópa of mikið með Óskimon review. Hendi upp quick review á þær myndir sem ég man eftir að hafa séð í bíó og ekki tjáð mig um.

Whole Ten Jards
Leigið frekar bara fyrri myndina. Sömu brandararnir þar, nema bara fyndnari í fyrra skiptið.

Stig: 2/5

Og ég man ekki eftir neinum boltum. Jú. Nei.

The Haunted Mansion
200 króna bíó er best. Þessi var alveg 200 kr. virði. Ég held maður þurfi að fara á svona myndir öðru hvoru til þess að kunna betur að meta snilldar myndir. Klysjulegur endir, en hei! Þetta er disney filma. Virkilega scary á köflum fyrir lítil börn. Gæti verið verra. Þú gætir sýnt barninu þínu IT, þá bæði hættir það að sofa OG þróar með sér óeðlilega hræðslu við trúða.

Stig: 2,5/5

Þrír boltar: Fyrir drauga, fyrir uppvakninga og fyrir eld-dreka..

Van Helsing
Ég held að Van Helsing gæti lamið Buffy í klessu. Hún er líka alltaf vappandi um í pæjufötum og með perfect hár, á meðan að hann þessi er all rugged and manly. Öðru fólki gæti þótt þessi mynd vond, en það fólk er bara plebbar.
Það eina sem virkilega stakk mig, var að Drakúlann í myndinni var ekki svona... glæsilegur og veraldarvanur eins og Drakúla á að vera.

Stig: 4/5

Fjórir boltar: Töff sýn á fljúgandi vampírur, þegar hestarnir tóku hreindýr jólasveinsins á þetta (ég hló svo mikið), viðbjóðslegur Igor, snúi-skeri dótið sem mistör Van átti.

Engin ummæli: