26.5.04

Það eru bara ekki jól ef maður drepur ekki eitthvað!
Ég skil vel að skotveiði sé sport. Get alveg fattað það. Örugglega gaman að plaffa á eitthvað með byssu.
Ég sé hinsvegar ekki sportið við það að skjóta rjúpur. Á veturna eru þær gjarnan hvítar, á meðan landslagið í kringum þær er mólitað. Þá standa þær út eins og [amish gaur á strippstað/ tölvunarfræðingur á sólbaðsstofu/ Selfyssingur á skoda '86 árg/ hárgreiðslukona í pólitík]. Þær eru líka frekar feitar miðað við aðra fugla og alls ekkert með leiftursnögg viðbrögð. Svo eru rjúpur ekki einu sinni góðar á bragðið.

Spurning um hvort skotveiðimennirnir geti ekki handsamað nokkra svona fugla í einhverjar gildrur og bundið fasta við staur áður en skytteríið hefst. Þá væri þetta ennþá auðveldara. Kannski væri hægt að gera þetta aftöku-style. Hafa svona 20 veiðimenn með haglara í kringum eina rjúpu, bundna fasta við staur.

Einhvern veginn sé ég bara ekki challangeið við þetta.

Engin ummæli: