12.5.04

Þá er stelpan ykkar komin í sumarfrí. Ég er því með bros allan hringinn og lipur og á fæti eins og gnýr á fengitíma (ef hann væri með harðsperrur í framan- og aftanverðum lærunum og í rassinum).
Ákvað að halda upp á þetta með því að fara og kaupa mér nýjan blandara. Valdi einn með "auto clean" function. Í framtíðinni mun ég líka kaupa mér hús með slíkum eiginleika.

Engin ummæli: