6.5.04

Það er ekkert smá erfitt að vera í grunnskóla. Endalaus sálfræði. Það versta var þegar ég var t.d. að borða mandarínu. Þá kom gjarnan ein stelpa og spurði hvort hún mætti fá "einn bát". Þá sagði ég já, enda var ekkert mikill missir í því. Eftir það komu 4 aðrar og vildu allar einn bát. Það var ekki hægt að segja nei við þær, vegna þess að það má ekki mismuna... sérstaklega ekki stelpum í grunnskóla. Eftir sat ég með 1/6 af mandarínunni minni.
Sama átti sér stað ef ég átti tyggjópakka. Erfitt mál. Erfitt mál.

Engin ummæli: