21.5.04

Eftir rétt tæplega 10 mánaða kærustuparaleik, kom önnur sambands-þolraunin hjá okkur Einari.
Haldiði ekki að pilturinn hafi sent mér sms í gær úr STRÆDÓ!!!? Ekki nóg með það, heldur fór hann sjálfviljugur upp í gullvagninn, þrátt fyrir að eiga bíl!
Ég held ég þurfi aðalega bara tíma til þess að jafna mig. Kom svo flatt upp á mig. Maður heldur að maður þekki einhvern.....

(Þess má geta að hin sambands-þolraunin átti sér stað þegar hann tilkynnti mér að hann hafði búið í Mosfellsbæ í einhverja 4 mánuði þegar hann var tveggja ára..)

Engin ummæli: