26.5.04

Ef ég á inni pening einhverstaðar þarf ég að berjast með kjafti og klóm til þess að frelsa hann, en þegar sömu aðilar ætlast til þess að ég borgi þeim strax ef skórinn er á hinni bífunni.

Á upptalningunni hér fyrir neðan gæti eitthvað fólk fengið þá mynd af mér að ég sé verulega cheap manneskja. Það fólk ætla ég að biðja um að kýla sig fast í kviðinn og éta nýrnabaunir. Ég er námsmaður. Við sjáum peninga ekkert voðalega oft.

- Fríhafnarbúð renndi kortinu mínu í tvisvar sinnum í gegn fyrir ein kaup (en þau innihéldu m.a. harðfisk. Harðfiskur kostar álíka mikið og lítil eyja í Kyrrahafinu). Ég er búin að vera að hringja út um allar trissur til að reyna að fá þetta leiðrétt. Síðasta trompið mitt var að senda gífurlega kurteisan e-mail (en kurteisi borgar sig).

- Um daginn skuldaði World Class mér 4.000 kall, því þeir ákváðu að hætta við þá þjónustu sem ég hafði nú þegar borgað fyrir (keypti 12 danstíma, en þeir ákváðu að vegna ónægrar þáttöku væri þeim fækkað niður í 8). Það tók rúmlega 2 vikur og þrjá Emila, mis reiðilega (síðasti var með orðasamböndum eins og "algjörlega óásættanlegt") að heimta það fé úr helju. Þess má geta að skrifstofan þar er opin á "hefðbundnum skrifstofutímum" samkvæmt ljóngáfuðu stelpunni í afgreiðslunni (segir ekkert að ég sé að miða við sérstaklega skýrt ljón)... en hefðbundinn skrifstofu tími er eins og allir vita á milli 9 og 11 fyrir hádegi. Hún móðgaðist þegar ég hló. Hefði ég líka dissað FM upp í opið geðið á henni hefði hún hjólað í mig.

- Í byrjun janúar fór ég og lét auglýsa bankabók sem ég á í Landsbankanum týnda... svo ég gæti náð í dótið innan í (alveg eins og Kinderegg. Besta dótið er innan í). Frúin sem afgreiddi mig sagði að þetta gæti tekið allt að þremur mánuðum. Núna eru næstum því 6 mánuðir liðnir og ekkert bréf frá Landsbankanum hefur náðað bréfalúgu mína með tilveru sinni. Eitthvað segir mér að kellingapjásan hafi ekkert auglýst hana týnda, og ég þurfi að fara og starta þessum þriggja mánaða proccess aftur.

Engin ummæli: