31.5.04

Definition of Korn:
- name: A surname (rare: 1 in 50000 families; popularity rank in the U.S.: #6263)
Fór sem sagt á tónleika með þessari familíu þarna. Þeir stóðu sig bara nokkuð vel. Alveg 2250 króna vel.... Meira að segja meira en það. Ég er allavega nokkuð sátt við að hafa náðað Laugardalshöllina (samt líka höll..) með konunglegri tilvist minni.

Annars er ég dottin ofan í einhverjar gelgju pælingar. Mig langar svo voðalega í annað tattú (húðflúr. Ljótt orð). Það eru nokkrir gallar við þessa annars einföldu áætlun;

Í fyrsta lagi er ég með eitt nú þegar. Mér finnst fátt ljótara en fólk sem lítur út eins og krassblöð, með fullt af ósamstæðum myndum hér og þar. Yrði sem sagt með tattwos ef ég fengi mér annað.

*Pása fyrir ykkur til þess að hlægja að klókum orðaleik og gapa yfir snilld minni*

Annar ókostur er sá að þegar ég fékk mér þetta sem ég er nú þegar með, munaði minnstu að ég hefði slitið bæði augun úr manninum með djöfulegu maskínuna og hellt ananas breezer í augntóftirnar (..get ekki hugsað mér verri vökva). Að sjálfsögðu bara í sjálfsvörn. Aldrei hef ég upplifað slíkan sársauka. Ég var bara 18 ára og vissi ekki að slík illska væri til í heiminum. Ég gubbaði líka á tröppurnar þeirra til þess að hefna mín! Efnahernaður! HA-HA!

Þriðja vandamálið er að ég vil teikna þetta sjálf. Síðast reyndi ég það líka, en á endanum þorði ég ekki að setja á mig eitthvað sem ég hafði gert. Var alveg pottþétt á því að ég ætti eftir að verða ósátt við það seinna meir. Núna langar mig í eitthvað persónulegt. Eitthvað sem enginn annar í heiminum á. Hef samt ekki nokkra minnstu hugmynd um hvað það ætti að vera. Veit bara að það ætti að vera lítið og einlitt.

Fjórða böggið er að ég er ekki alveg viss um stað. Sá eini sem mér hefur dottið í hug er framan á mjöðminni. Það sem ég er með er frekar lítið og á öklanum. Vil helst að þetta sjáist almennt ekki.

Já.. ef einhver ætlar að stinga upp á tribal á mjóbakið, bið ég sá hinn sama vel að lifa... tja.. og hlaupa! Allavega ef honum er illa við ananas breezer og þykir vænt um augun sín!

Engin ummæli: