27.5.04

Bjartsýn og barnaleg
Mig vantar einhvern/einhverja með graffíska hönnun í blóðinu (en eins og sést á síðunni minni vantar allt slíkt í mig) til þess að setjast niður með mér og taka þátt í brainstorm session.

Ég er með basic hugmynd af looki, en það er mjög hrátt. Er svona eins og strigi með fyrstu megin línunum, en vantar að taka þetta upp á næsta level. Ég er alveg búin að greina þetta út í gegn, svo að innihaldið er ljóst. Það kæmi aldrei neitt síðustu stundar aukadót til þess að taka með í reikninginn.

Býður sig einhver fram? :o) *bjartsýnisbros*. Myndi ekkert borga fyrir. Ég myndi samt að öllum líkindum vera voðalega þakklát og jafnvel splæsa gjöf. Pakkar eru skemmtilegir.

Má líka bara senda mér Emil á osk@oskimon.com ef kommentakerfið virkar ekki spennandi... :oD

Engin ummæli: