12.5.04

Andskotinn sjálfur. Ég held ég hafi bara einu sinni heyrt eurovision lagið sem athyglissjúki, hálf nakti maðurinn ætlar að taka á laugardaginn. Gengur ekki sko! Í fyrra var mitt gleðibankatattúveraða hjarta allavega komin með hefðbundinn árstíma-viðbjóð á laginu sem fyrrverandi Samúels- og Bleikt og blátt módelið raulaði með sjálfri sér á meðan hún benti út í loftið eins og fanatískur bendari (næstum því eins oft og Angel mennirnir bentu forðum) og sló á lær sér. Man að ég var úti í Danmörku að horfa á þetta með famelíunni. Þegar fólk var að tuða yfir að þessi eða hinn gæfu okkur ekki fleiri stig, féll það í grýttan jarðveg þegar ég sagði að það væri bara okkur að kenna að senda svona vont lag. Biturleiki fer mér svo vel ;o)

En allavegana... Verður kona ekki að hlusta á þennan óbjóð áður en að keppninni kemur? Æi kannski ekki. Get svo sem sagt bara að við lendum í...... 17 sæti án þess að vita shift um þetta! 16 er svo mikil klysja! Veit bara að þetta er of mellow til að komast langt.

Ég er annars í smá klemmu. Held þessi lög yrðu öll brilliant eftir flösku af hverju sem er öðru en absinth... Það á víst að gera mann svo gargentuom listrænan (eða listgrænan þar sem þetta er the green fairy. H0h0)..

Engin ummæli: